19 August 2016

LEGDAY THOUGHTS


Exercises
One legged cable kick back
Side steps + resistance band
Squats + balance board

Ókei ókei ég lofaði að halda þessu gangandi og það þarf að standa við stóru orðin. Það er búið að vera frekar mikið að gera frá síðustu færslu enda skólinn byrjaður og vinnan að klárast á móti. Núna er samt allt komið nokkuð vel á hreint svo nú eru engar afsakanir. Eins og ég sagði síðast þá ætla ég að bæta inn skrifum um heilsutengdar pælingar. Í ljósi þess að ég er búin að vera mjög löt að stunda ræktina síðustu daga þá látum við instagram myndband síðan í byrjun sumars duga í dag.

Ég held að ansi margir eigi það sameiginlegt að finnast skemmtilegast að taka "legday" í ræktinni. Ég persónulega þarf að minna sjálfa mig á að vera ekki bara að taka svona "æj ég geri bara eitthvað" daga í ræktinni. Það skilar oftast litlum árangri og það er líka bara lang skilvirkast að fara í ræktina með eitthvað plan í huga.

Ég var að þjálfa Silju vinkonu mína í sumar fyrir Einkaþjálfaraskóla World Class og við tókum stundum myndbönd af æfingunum. Það var mjög gott fyrir mig til að sjá sjálf hvernig ég lít út í hverri æfingu. Ég mæli 100% með því að prófa þetta og skoða svo því vá hvað ég gat lagað mikið. Þetta er langt því frá að vera alveg gott ennþá en ég var að vinna úr hnémeiðslum og við prófuðum að taka æfingar sem virka vel með því. Ég er frekar lin í öllu svona, þarf að vinna mjög mikið til að bæta styrk og missi t.d. bak og hné auðveldlega í einhverjar yfirréttur og annað.  Æfingarnar þarna eru gerðar nokkuð stuttu eftir hækjur og gipsspelku frá ökkla upp í nára eftir glæsilegt fall á snjóbretti.


So I promised to keep this thing going and now I have to own up to it. I've been pretty busy lately now that school's started and work is finishing up. As I already mentioned I'm going to post about health and exercise related things. I've been pretty lazy when it comes to actually going to the gym for a while so I'll just start off with a video I posted on instagram earlier this summer.

I'm pretty sure legday is the most popular one with most of us that do strength training. I sometimes have to remind myself not to go to the gym with a "I'll just to whatever comes to mind" mentality. It usually means less results and overall it's always more efficient to go in with a plan.

This summer I attended World Class' Personal Trainer school and as a part of that I had to train my friend Silja as if she were a client. We took videos sometimes of exercises to watch (and post). It was really helpful to me to watch myself doing each exercise because I saw so much room for improvement. I'd recommend trying this for anyone trying to improve on their form. I'm still very far from where I want to be and even more so back when we shot this. I injured my knee while snowboarding so we were trying out some exercises that go well with rehabilitating a messed up knee. I'm generally a bit of a weakling, I need to work a whole lot to build strength and I tend to hyperextend and lock my joints without even noticing. We shot this shortly after I got off my crutches and a cast that went from ankle and all the way up my thigh. 

No comments:

Post a Comment

Comment