Back. Again.


Játning: ég er löngu búin að missa tölu á því hversu oft ég hef "byrjað aftur að blogga". Að þessu sinni voru það veikindi sem settu strik í reikninginn. En nú er heilsan er öll að koma til eftir mjög langt og erfitt hálft ár. Ég er farin að hafa orku til að gera allt og fann þá að ég saknaði þess að blogga og voila hér erum við enn á ný. Planið mitt í sumar er ansi frjálslegt, ég ætla að gera það sem ég hef gaman af og njóta þess að vera frísk aftur. Ég hendi kannski ekki alveg í "finna sjálfa mig" klisjuna en það mætti samt segja að það sé auðvelt að týna sjálfri sér þegar veikindi taka alla líkamlega og andlega orku frá manni. Í sumar ætla ég komast aftur á fullan kraft og vera í sem bestu standi til að takast á við næsta skólaár. Mig langar að skoða Ísland almennilega, taka myndir og halda áfram að læra um ljósmyndun, ferðast, spila á píanó og byrja aftur að föndra, teikna & búa hluti til.
Það er planleysu planið, endilega fylgist með.

Confession: I lost count of how many times I have "started blogging again" a long time ago. This time around I stopped because I got really ill. But now my health is headed in the right direction after 6 long and hard months. My energy is coming back and I found that I really missed blogging and well here we are. My plan this summer is pretty simple, I'm going to do the things I love and just enjoy being healthy again. I won't say that I'm on a mission to "find myself" but it's definitely easy to lose yourself when an illness drains all your physical and mental energy. This summer I'm going to get back to full speed and get myself ready to take school back on this fall. I want to explore Iceland like never before, take photos and keep learning about photography, travel, play the piano and work on all things arts & crafts.
This is my unplanned plan, I hope you guys will keep reading.